Jörfa fundur nr.668

29.11.2011
 Fundur Jörfa númer 668 var haldinn í Kiwanishúsinu Engjateig 11 mánudaginn 28.nóv. s.l.

Þetta var félagsmálafundur með hefðbundinni dagskrá. Mættir voru 24 félagar og 2 gestir. Snjólfur Fanndal  svæðisstjóri  Freyjusvæðis og Sigurjón Pálsson svæðisstjóri  Óðinssvæðis.  Snjólfur sagði  frá starfi klúbba í Freyjusvæði  og frá síðustu svæðisráðstefnu. Sigurjón sagði frá starfinu í Óðinssvæði. Þess má geta að Sigurjón Pálsson er fyrrverandi  félagi í Jörfa en þar hóf hann sinn feril í Kiwanis . Það var mjög ánægjulegt fyrir Jörfafélaga að fá Sigurjón og Snjólf í heimsókn .

Jörfi vill þakka þessum heiðursmönnum fyrir heimsóknina.

GHG