Sviðaveisla hjá Jörfa

22.10.2011
Hin árlega sviðaveisla Jörfa var haldin laugardaginn 22.okt. í Kiwanishúsinu Engjateigi 11
Þátttakan var mjög góð eða um 170 manns.
 
Pétur Sveinsson forseti Jörfa setti veisluna.
Veislustjóri var Haraldur Finnsson félagi í Jörfa.  Ragnar Örn Pétursson umdæmisstjóri tók til máls.
Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur og eftirherma skemmti matargestum. Gunnar Kvaran  Jörfa félagi söng brag um Jörfa og félaga.
Dregið var í happadrætti og fóru nokkrir heppnir heim með rauðvínsflöskur.
Sviðaveisla Jörfa er ein af stærri fjáröflunarleiðum klúbbsins ágóðinn rennur  að þessu sinni til Langveikrabarna. Kiwanisklúbburinn Jörfi þakkar öllum þeim sem studdu klúbbinn í þessu verkefni.
 
 
 
GHG