Stjórnarskiptafundur Jörfa var haldinn laugardaginn 1.október í Ýmishúsinu við Skógarhlíð. Um 50 manns nutu góðra veitinga og áttu saman skemmtilega kvöldstund. Dagskrá var hefðbundin, fundarstjóri var Haraldur Borgar Finnsson og síðasti svæðisstjóri Eddu svæðis, Jón Jakob Jóhannesson sá um að skipta um stjórn. Bragi Stefánsson var heiðraður í tilefni 80 ára afmælis síns og Jón Jakob afhenti viðurkenningar til Guðmundar Helga Guðjónssonar fyrir frábær ritarastörf í Jörfa og Baldri Árnasyni fyrir ritarastörf í Eddu svæðinu.
Fyrirmyndarfélagi Jörfa þetta árið var Ingólfur Helgason. Forseti kynnti nýjan félaga í Jörfa, Bernhard Jóhannesson. Þá þökkuðu Jörfamenn Ragnari Kr. Guðmundssyni veitingamanni fyrir aðstoð hans við klúbbinn. Ungur söngvari, Daníel Haukur, kom svo fram þarna og vakti verðskuldaða athygli. Valur Helgason lét af störfum forseta og afhenti forsetastafinn til Péturs Sveinssonar, en með honum í stjórn Jörfa verða Gunnar Ó. Kvaran kjörforseti, Guðmundur K. Guðfinnsson ritari, Hafsteinn Sigmundsson féhirðir og Ævar Breiðfjörð erlendur ritari.
B.Á