Félagsmálafundur hjá Jörfa, fundur númer 663 var haldinn 5.sept.s.l.

06.09.2011

Þetta var skýrsluskilafundur og fyrsti fundur eftir sumarleyfi. Vel var mætt og verður ekki sagt annað en að vel sé unnið í klúbbnum allar nefndir skiluðu skriflegum skýrslum og  reikningar bæði félagssjóðs og styrktarsjóðs sýna rétta stöðu frá degi til dags. Framundan er Umdæmisþingið á Höfn þar sem Jörfi mun eiga sína fulltrúa, því næst er stjórnarskiptafundur er verður 1.október. Búið er að skipa í allar nefndir klúbbsins ,verið er að ganga frá félagatalinu og dagskrá vetrarins er uppsett og Jörfamenn tilbúnir að takast á við starfið á komandi vetri.

GHG