Sala á K-lyklinum gekk vel hjá Jörfamönnum.

30.05.2011

Alls seldust 1200 lyklar sem er veruleg aukning frá 2008. Alls  fóru í þetta yfir 200 vinnustundir.

Því miður voru margir félagar uppteknir eða fjarverandi söludagana. Hefðum annars getað selt fleiri.  Viðtökur fólks voru mjög góð og ljóst að við og verkefnin sem við styrkjum njóta mikillar velvildar.  Nokkrir félagar skáru sig úr sem öflugir sölumenn, Leifur og Bragi við Heiðrúnu, Jón Jakob í Húsgagnahöllinni og Bjargmundur í Bónus.  En allir stóðu sig vel og höfðu á orði að þetta hefði verið skemmtilegt verkefni.  Það er afstaða sem skiptir máli.

Haraldur F.  Jörfa