Stjórnarkjörsfundur, styrkveitingar og silfurstjarna
04.05.2011Fundurinn haldinn í Ými 29.apríl s.l. Forseti Valur Helgason setti fund kl.19.36 bauð félaga og eiginkonur velkomna.Formaður móttökunefndar Ingólfur Helgason kynnti mætingu. Mættir voru 18 félagar 7 höfðu boðað forföll 17 gestir (eiginkonur). Einn félagi hafði átt afmæli frá síðasta fundi Ingólfur Helgason varð 63ja ára.
Þá gert matarhlé.Eftir þriggja rétta frábæran mat með lambakjöt í aðalrétt,var fundinum framhaldið. Þar sem ekki hafði komið mótframboð eða athugasemdir við tillögu uppstillinganefndar var sú uppstilling kynnt. Þar sem Pétur var fjarverandi kynnti Valur næstu stjórn:
Forseti,Pétur Sveinsson , Fráfarandi forseti,Valur Helgason , Kjörforseti,Gunnar Kvaran
Ritari,Guðmundur K.Guðfinnsson , Féhirðir,Hafsteinn Sigmundsson
Meðstjórnendur:Ingólfur Helgason,Jón Jakob Jóhannesson,Friðrik Hafberg,Friðjón Hallgrímsson
Frá stjórn: Sumarferðin, mætingarlisti látinn ganga.
Styrkveitingar: Til Parkinson samtakanna = 50.000 kr. Til Foreldrahús = 100.000 kr.
Forseti veitir viðurkenningu, Silfurstjörnu til Haraldar Finnssonar,fyrir frábært starf og ýmiskonar vinnu sem hann hefur verið sérlega ötull við að inna af hendi fyrir klúbbinn og umdæmið.
Forseti kallaði Ellen Ólafsdóttur upp og færði henni blómvönd í tilefni af sjötugsafmæli eiginmanns hennar fyrr í vetur.Einnig kallaði hann Auði Pétursdóttir eiginkonu Haraldar Finnssonar upp og færði henni blómvönd.
Söguskoðun: Haraldur Finnsson, las hann upp úr gömlum fundargerðum Jörfa og var mjög skemmtilegt að hlusta á það sem kom þar fram.
Gamanmál,Haraldur Finnsson. Hafsteinn Sigmundsson , Friðjón Hallgrímsson
Önnur mál:Ingólfur Helgason kynnir gönguferð sunnudagsins í Búrfellsgjá leiðsögumaður Halldór Einarsson á Setbergi.
Forseti sleit fundi kl.22.30 og ósaði öllum góðrar heimkomu.