Þjóðhátíð Jörfa 2011

05.04.2011

Helgina 1.-3. apríl héldu Jörfamenn sína árlegu Þjóðhátíð í Ölfusborgum. Jörfafélagar og eiginkonur gistu þar í bústöðum . Laugardagurinn var notaður til matseldar, gönguferða  og verslunarferða. Um kvöldið var farið með rútu til Þorlákshafnar þar sem gleðin fór fram  í Kiwanishúsi þeirra Ölversmanna. Á matseðli voru svið, hrossabjúgu,og hrossakjöt að hætti Jörfamanna. Skemmtiatriði frá heima- og Jörfamönnum. Jörfafélagarnir þeir Gunnar Kvaran og Friðjón Hallgrímsson sáu um harmonikku spil. Var þetta hin besta skemmtun.

GHG