Sameiginlegur svæðisráðsfundur Eddu og Þórssvæðis

29.03.2011
 
Lauagardaginn 26.mars s.l. var haldinn sameiginlegur svæðisráðsfundur Eddu og Þórssvæðis í húsi Geysis í Mosfellsbæ. Þetta var síðasti fundur þessara svæða, en þau sameinast í nýtt svæði, án færeyinganna á næsta starfsári. Þarna voru mættir 38 Kiwanisfélagar, þar á meðal Óskar Guðjónsson umdæmisstjóri, Ragnar Örn Pétursson kjörumdæmisstjóri og Hjördís Harðardóttir umdæmisritari. Þá var Gylfi Ingvarsson formaður K-dags nefndar mættur.
Eftir hefðbundin skýrsluskil skýrði Gylfi frá framvindu mála við K-lykilinn.
Fyrir fundinum lá að velja nafn á hið nýja svæði. Tillögur komu um nöfnin Þórssvæði og Freyjusvæði og var Freyjusvæði fyrir valinu. Óskar sagði fréttir frá umdæminu og síðan var kynnt fyrsta stjórn Freyjusvæðis, en hana skipa: Svæðisstjóri Snjólfur Fanndal, kjörsvæðisstjóri Hörður Mar, ritari Ólafur S Sveinsson, Jón Jakob Jóhannesson fráfarandi svæðisstjóri Eddusvæðis og Ingólfur Friðgeirsson fráfarandi svæðisstjóri Þórssvæðis. Meðstjórnendur verða Hlynur Árnason úr Höfða og Gunnlaugur Gunnlaugsson úr Básum.