Konudagsblóm frá Jörfa

13.02.2011
Nú er Bóndadagurinn afstaðinn og eflaust hefur konan gert eitthvað fyrir þig á þeim degi. komið að því að við stöndum okkur. Konudagurinn er sunnudagurinn 20. febrúar n.k. og hvað er þá betur við hæfi en að gefa konunni blómvönd Kiwanisklúbburinn Jörfi hefur um árabil selt ferska og fallega blómvendi í fjáröflunarskyni og eru þeir sendir heim á konudaginn milli kl. 10 – 13.

Verðið er kr. 3.000 fyrir vöndinn.  Háttur Jörfafélaga við sölu er sá sami, selt er fyrirfram og skráð niður nafn og heimilisfang viðtakanda og er blómunum síðan ekið heim á konudaginn milli kl. 10-13.00.Við viljum minna þá kiwanisfélaga og aðra er ætla að gefa blóm á konudaginn að muna eftir Jörfa og hafa samband við okkur til að panta vönd.