Fréttayfirlit frá Jörfa

02.02.2011
Haldnir hafa verið 7 fundir í klúbbnum auk sameiginlegs fundar 5 klúbba undir umsjá Höfða og Sviðaveislu sem fjáröflunar- og styrktarnefnd stóð fyrir með miklum glæsibrag.
Fjölskyldu- og kynningarfundur var haldinn 15.11.10 og var einn sá fjölsóttasti í manna minnum. 54 sátu fundinn og hlýddu á afar áhugaverðan fyrirlestur Helen Breiðfjörð um starfsemi Foreldrahússins.
Jólafundur og konukvöld var haldið í Ými, húsi sem Karlakór Reykjavíkur byggði og er nú rekið af sama veitingamanni og Kiwanishúsið.   Sr. Þór Hauksson flutti hugvekju og einnig komu forsvarskonur Umhyggju, félags langveikra barna og tóku á móti 200 000 kr. styrk, sem var ágóði sviðaveislunnar. 
Jörfafélagar pökkuðu og seldu jólasælgæti fyrir jólin og einnig voru afhentar matarkörfur til bágstaddra í Árbæjarkverfi.
Tveir fyrirlesarar hafa komið á almenna fundi og flutt fróðleik og skemmtan. 6.des. flutti Ævar Jósefsson fyrirlestur um kæfisvefn. Sýndi hann skyggnur til skýringar og urðu allir stórum fróðari um bæði orsakir og afleiðingar þessa hvimleiða galla sem m.a. nokkrir félaga eru haldnir.
17.jan. flutti Sindri Sigurgeirsson bóndi og formaður Landsambands sauðfjárbænda fróðlegan fyrirlestur um landbúnaðarmál og sauðfjárrækt. Endaði ræðu sína á léttum nótum og sagði sögur af og hermdi eftir bæði núverandi og fyrrverandi landbúnaðarráðherrum. Var það góð skemmtun.
 
GHG