Almennur fundur 6.des.2010

07.12.2010

650 fundur Jörfa sem var almennur fundur var haldinn í Kiwanishúsinu 6.des. 2010.

Forseti Valur Helgason setti fund kl.19.30 og bauð félaga og gesti velkomna til fundar.

Formaður móttökunefndar Ingólfur Helgason skýrði frá mætingu, mættir voru 20 félagar og 2 gestir en fimm félagar boðuðu forföll.

Ritari las fundargerðir  tveggja síðustu funda og voru þær samþykktar.

Leifur Ásgrímsson formaður afmælisnefndar kom og tilkynnti hvaða félagar hefðu átt afmæli frá síðasta fundi en það voru þeir Guðlaugur Helgason,Ingi Viðar Árnason, Bjargmundur Sigurjónsson, Sigursteinn Hjartarson og Björgvin Gunnarsson.

Eftir matarhlé kynnti Haraldur Finnsson  fyrirlesara kvöldsins Atla Jósefsson lífeðlisfræðin er starfar við svefnrannsóknir á Landsspítalanum.

Atli flutti mjög fróðlegt erindi  sem fjallaði um svefn og svefnrannsóknir.

Atli svaraði fjölmörgum spurningum frá fundarmönnum og í lokin þakkaði forseti honum fyrir og færði honum Jörfafána að gjöf.