650 fundur Jörfa sem var fjölskyldufundur var haldinn í Kiwanishúsinu 15.nóvember 2010.
Forseti Valur Helgason setti fund kl.19.35 og bauð félaga og gesti velkomna til fundar.
Mættir voru 20 félagar og 34 gestir.
Eftir matarhlé kynnti Ævar Breiðfjörð fyrirlesara kvöldsins Helen Breiðfjörð félagsfræðing frá Foreldrahúsi.
Helen Breiðfjörð
er með BA Félagsfræði frá Háskóla Íslands MSc mannauðsstjórnun frá London South Bank University
Hefur unnið í um 15 ár með börnum og unglingum. Í fjögur ár á Stuðlum Unglinga heimili ríkisins sem meðferðarfulltrúi.
Siðast liðin 10 ár í Foreldrahúsi/Vímulausri æsku með sjálfstyrkingarnámskeið, eftirmeðferð unglinga og einstaklingsviðtöl.
Í Foreldrahúsinu er starfrækt fjölskylduráðgjöf, foreldrahópar, forvarnarnámskeið og stuðningsmeðferð.Í fyrirlestrinum fór Helen yfir hvað börn og unglingar geta gert til að efla sjálfstraust sitt í þeirri flóknu veröld sem þau búa í.
Í fyrirlestrinum var notast við námsefni úr sjálfstyrkingarnámskeiðum sem hafa verið í Foreldrahúsi / Vímulausri Æsku í rúmlega 10 ár.
Farið var yfir þessa þætti:
Veit ég hvernig mér liður og af hverju mér líður þannig?
Hvað er það sem hefur áhrif á hver ég er?
Í hvernig samskiptum á ég við vina og fjölskyldu?
Hvernig er vinahópurinn minn?
Helen svaraði fjölmörgum spurningum frá fundarmönnum, og í lokin þakkaði forseti henni fyrir og færði henni Jörfafána að gjöf.
Friðrik Hafberg sagði frá hinum ýmsu störfum klúbbsins varðandi fjáraflanir og styrkveitingar og þeirri miklu vinnu er þar lagi að baki.
Hafsteinn Sigmundsson sagði frá tilgangi og starfi siðameistara og í lokin fór hann með gamanmál.
GHG