Stjórnarskipti Jörfa og inntaka félaga

26.09.2010
Stjórnarskiptafundur Jörfa og fundur númer 647 var haldinn laugardaginn 25.september 2010 Hann var haldinn á Hafinu Bláa við Ölfusárósa.
Mættir voru 27 félagar og 25 gestir.
Fundardagskrá var hefðbundin en fyrst voru teknir inn tveir nýir félagar þeir Jónas Ragnarsson og Friðjón Hallgrímsson um inntökuna sáu Baldur Árnason forseti og Friðrik Hafberg.
Undir borðhaldi voru veittar ýmsar viðurkenningar og þar bar hæðst að Sigursteinn Hjartarson fékk silfurstjörnu og Haraldur Finnsson var kjörin fyrirmyndarfélagi Jörfa starfsárið 2009-2010.
Fráfarandi forseti Jörfa Baldur Árnason flutti ræðu og fór vítt og breyt yfir starf Jörfa og þakkaði hann félögum sínu fyrir frábært samstarf á liðnu starfsári og óskaði nýju stjórn alls hins besta.
Um stjórnarskiptin sá Svæðisstjóri Eddusvæðis félagi í Jörfa Jón Jakob Jóhannesson og honum til aðstoðar var Leifur Ásgrímsson.
Í lokin flutti nýkrýndi forseti Jörfa Valur Helgason ávarp.