Það var þurrt en sólarlaust 9.júní þegar Jöfafélagar mættu í lundinn sinn í Heiðmörk.
Makar, börn og barnabörn þeirra voru einnig mætt þarna, alls um fjörtíu manns.
Það var tekið til hendinni, gróðursett, borið á, flutt tré og hreinsað til.
Svo voru grillaðar pylsur í lokin áður en fólk hélt satt og ánægt heim aftur.