Kiwanisklúbburinn Jörfi 35.ára.

Jörfi styrkir HL-Stöðina

28.05.2010
Kiwanisklúbburinn Jörfi 35.ára.
 Jörfi fagnaði 35 ára afmæli sínu þann 28.maí 2010  með því að félagar
 lögðu leið sína í HL-Stöðina að Hátúni 14 og afhentu þar stöðinni peningagjöf
 að upphæð eina milljón krónur til tækjakaupa, en fyrir fjárhæðina hafa
 verið keypt fjögur þrekhjól og elektróðutæki sem notað er við skoðun og greiningu sjúklinga.
 Sólrún H. Óskarsdóttir sjúkraþjálfari sem er framkvæmdarstjóri stöðvarinnar tók á móti hópnum,  kynnti starfsemina og sýndi þeim húsakynni og tæki stöðvarinnar.
 Baldur Árnason forseti Jörfa afhenti gjöfina, sagði gaman þegar afmælisbörnin  gæfu gjafir, Jörfi hefði einnig verið hér á ferð á 25 ára afmæli sínu, og margir  félagar úr Jörfa hefðu sótt hingað þrótt og endurhæfingu.
HL stöðin var stofnuð í Reykjavík 1989. Að stofnun hennar stóðu Landssamtök hjartasjúklinga, Sambands Íslenskra berklasjúklinga og Hjartavernd.
 
Stjórn HL stöðvarinnar er skipuð fulltrúum stofnfélaganna.
 
Stöðin er rekin sem sjálfseignarstofnun fær rekstrarfé frá ríkinu og einnig greiða þátttakendur æfingagjöld.
 
Við stöðina starfa nú (veturinn 2009 - 2010) 16 sjúkraþjálfarar, 5 læknar auk ritara, allir í hlutastöðum.
 
Þátttakendur eru um 400 og er þeim skipt niður í 20 hópa. Hjá okkur fer öll þjálfun og fræðsla fram undir eftirliti lækna og sjúkraþjálfara, auk annarra sérfræðinga þegar við á.
 
Markmið:
Markmið HL stöðvarinnar í Reykjavík er að veita hjarta - og lungnasjúklingum endurhæfingu í beinu framhaldi af sjúkrahúsvist og/eða framhaldsendurhæfingu þar sem þátttakendum gefst kostur á viðhaldsþjálfun í samræmi við getu sína.
 
Ráðgjafar- og upplýsingaþjónustu um hjarta og lungnasjúkdóma, svo og lifnaðarhætti, mataræði, réttindi sjúklinga o.fl.
 
 
 
GHG