642 fundur Jörfa var haldinn í Kiwanishúsinu mánudaginn 15.mars
Þetta var almennur fundur með fyrirlesara sem var Dr. Helgi Þór Ingason.
Á fundinn mættu meðal annarra 11 Búrfellsfélagar.
Dr Helgi flutti erindi : Að breyta bensínbifreið í rafbíl.
Dr.Helgi Þór Ingason, dósent í iðnaðarverkfræði við HÍ hefur komið að rannsóknaverkefnum sem tengjast vetnissamfélaginu en einnig hefur hann haft áhuga á að skoða aðrar leiðir fyrir almenning að koma sér upp rafknúnum farartækjum, án alltof mikils stofnkostnaðar. Sú leið sem farin er í verkefninu er að kaupa breytingasett (e. conversion kit) fyrir smábíl og breyta bensínknúnum bíl í rafbíl. Ætlunin er að sýna fram á hvað slík breyting kostar, hvaða málamiðlanir þarf að gera varðandi notkun slíks bíls og sannreyna þá tilgátu að fyrir venjulegar fjölskyldur í Reykjavík og nágrenni geti hentað vel að bíll nr. 2 á heimili sé rafmagnsbíll. Orkuveita Reykjavíkur veitti 500.000 kr styrk til verkefnisins vorið 2008.