Svæðisstjóri í heimsókn.

05.01.2010

Fundur hjá Jörfa númer 637 sem var félagsmálafundur var haldinn 4.janúar 2010.

Dagskrá fundarins var hefðbundin en á fundin mætti Jakob Marinósson svæðisstjóri Eddusvæðis.

Svæðisstjóri sagði fréttir frá svæðinu og hvernig starfið gengi hjá öðrum klúbbum.

Fyrir fundinum lá tillaga að svæðaskiptingu Umdæmisins, svæðisstjóri óskaði eftir umræðu Jörfafélaga og vildi fá að vita hug Jörfa varðandi þessa tillögu.

Margir tóku til máls og kom meðal annars fram að félagar voru mun hrifnari að tillögu A. sem fyrst kom fram og einnig var hörð gagnrýni á að fækka svæðum en með því að fækka svæðum og fjölga klúbbum í hverju svæði væri óvinnandi fyrir svæðisstjóra að sinna sýnu starfi svo vel fari,hann kæmist einfaldlega ekki yfir það.

Niðurstaðan varð sú að Jörfi vildi halda í 6.svæði og þá tillögu A. sem fyrst kom fram.

 

GHG