Umdæmisstjóri í heimsókn

16.12.2009

Félagsmálafundur Jörfa 14.12.2009 

Á þennan fund mætti Óskar Guðjónsson umdæmisstjóri

Dagskráin var hefðbundin en aðal umræðan var um viðmið umdæmisins fyrir klúbba til að verða fyrirmyndar klúbbur.

Umdæmisstjóri fór yfir þessi viðmið lið fyrir lið og rökstuddi þau.

Fundarmenn voru raunar sammála um að vera ósammála umdæmisstjóra og töldu að verið væri að kasta fyrir róða góðum gildum frá fyrra viðmiði, en að sjálfsögðu mætti gera breytingar en þarna væri of bratt farið.

Umdæmisstjóri fór einnig yfir fleiri viðmið eins og fyrirmyndarfélagi og fyrirmyndarsvæðisstjóri.

Umdæmisstjóri lýsti ánægju sinni með að fá að koma á fundinn og sagði meðal annars að Jörfi hefði sýnt frumkvæði með því að semja vinnureglur fyrir klúbbinn.

Baldur Árnason forseti þakkaði umdæmisstjóra fyrir komuna og færði honum Jörfafána að gjöf.

 

GHG