Fjölskyldu og kynningarfundur

Fjölskyldufundur 2009

16.11.2009

Fjölskyldu og kynningarfundur Jörfa var í Kiwanishúsinu 16.11.2009

Jörfafélagar mættu með fjölskyldur sínar,þetta var fjölmennur fundur en mættir voru 35 gestir.

Vilborg Oddsdóttir kynti Systkinasmiðjuna en það er félagskapur sem samanstendur af ungum systkinum sem eiga það sameiginlegt að eiga systkini sem eru með sér þarfir.

MARKMIÐ SMIÐJUNNAR ERU:

• að veita systkinum barna með sérþarfir tækifæri til að hitta önnur systkini í skipulögðu og skemmtilegu umhverfi.

• að veita börnunum tækifæri til að ræða við jafnaldra sína á jákvæðan hátt um margt sem tengist því að eiga systkini með sérþarfir.

• að veita börnunum innsýn í það hvernig megi takast á við þær margbreytilegu aðstæður sem fylgja því að eiga systkini með sérþarfir.

• að veita börnunum tækifæri til að læra meira

 um fötlun eða veikindi systkina sinna.

• að veita foreldrum og fagfólki tækifæri til að kynnast því hvernig það er í raun og veru að alast upp með fötluðu eða veiku systkini, þ.e. þeirri sérstöku áskorun að alast upp við slíkar aðstæður. 

Þetta er félagskapur er fáir okkar vissu um og var mjög fróðlegt að fræðast um hann.

 

Framsögumaður kvöldsins var séra Eiríkur Jóhannsson prófastur Árnesprófastdæmis.

Flutti hann mjög skemmtilegt erindi sem átti vel við tilefni fundarins.

Ævar Breiðfjörð var með kynningu á Jörfa og Kiwanis.

Gestir og félagar borðuðu saman kjötsúpu og pizzu.

Þetta var léttur og skemmtilegur fundur með hæfilegri blöndu af fróðleik og gríni.

 

Guðm.Helgi