Eddusvæði

Svæðisráðstefna Eddusvæðis

14.11.2009

Svæðisráðsfundur haldinn í Kiwanishúsinu 14.11.2009

Svæðisstjóri Jakob Marinósson setti fund kl.10.00

 

Mættir voru fulltrúar frá öllum klúbbum í svæðinu nema Jöklum.

Þá mætti umdæmisstjóri Óskar Guðjónsson og umdæmisritari Hjördís Harðardóttir

Svæðisstjóri og forsetar fluttu sínar skýrslur og kom fram að mikil gróska er í starfi klúbbana.

Umdæmisstjóri sagði fréttir frá umdæminu, meðal annars um samstarf Eimskips varðandi hjálmaverkefnið eins um K-dag en ákveðið er að salan fari fram að vori en ekki að hausti eins og venja er.

Það kom fram einn tillaga til kjörsvæðisstjóra 2010-2011 en Snjólfur Fanndal Kötlu bauð sig fram.

Björn Baldvinsson frá ferðanefnd kom og kynnti ferð á Evrópuþingið sem að þessu sinni verður haldið á á Sikiley 4. – 5. Júní. 2010

Þá var rætt um nýjar hugmyndir varðandi svæðaskiptingu umdæmisins.

 

Guðm.Helgi Guðjónsson Jörfa