Sviðaveisla 2009

24.10.2009

Hin árlega sviðaveisla Jörfa var haldin laugardaginn 24.okt. í Kiwanishúsinu Engjateig 11.

Mæting var mjög góð þrátt fyrir einhver forföll vegna svínaflensu.

Gunnar Kvaran félagi í Jörfa spilaði á harmonikku áður en veislan var sett.


Baldur Árnason forseti Jörfa setti veisluna.

Ræðumaður var Gísli Már Gíslason próferssor, einnig tók til máls umdæmisstjóri Óskar Guðjónsson.

Dregið var í happdrætti og fóru nokkrir hepnir heim með rauðvínsflösku.

Sviðaveisla Jörfa er ein af stærri fjáröflunarleiðum klúbbsins og rennur ágóðinn að þessu sinni til langveikra barna.

Sjá myndir í myndasafni