Félagafjölgun hjá Jörfa
23.04.2009Stjórnarkjörsfundur Jörfa og konukvöld var haldinn í veitingahúsinu Fjörunni Strandgötu 55 í Hafnarfirði miðvikudaginn 22.apríl. Á dagskrá til viðbótar við stjórnarkjörið var m.a. inntaka tveggja nýrra félaga þeirra Ingólfs Helgasonar og Gunnars Kvaran einnig var kynning á Sinawik sem Ásta Guðjónsdóttir sá um.
Nokkrir félagar voru með "uppistand" sem vakti mikinn hlátur.
Boðið var upp á þriggja rétta hátíðakvöldverð; Sjávarréttasúpa í forrétt, lambaprime með gljáðu grænmeti og rauðvínssósu í aðalrétt og í lokin var súkkulaðikaka. Mæting var góð og var þetta hin besta skemmtun þar sem vetur var kvaddur og tekið á móti sumri með sól í hjarta.