Þjóðhátíð
29.03.2009Árlega halda Jörfafélagar ásamt eiginkonum og gestum þjóðhátíð í Ölvusborgum.
Félagar gista í bústöðum en veislan sjálf er haldin í Kiwanishúsinu í Þorlákshöfn.
Matgæðingar klúbbsins undir stjórn Péturs fóru á kostum við að elda og reiða fram ekta íslenskan mat.
Þá voru gestir okkar úr Árborg, Hjörtur Þórarinsson og Bjarni Harðarson ekki síðri í þjóðlegum íþróttum, sagnaskemmtan og kveðskap.
Á laugardag var haldin svæðisráðsstefna Eddusvæðis og þar var Jón Jakob kjörinn svæðisstjóri 2010-11.