Sviðaveisla Jörfa

25.10.2008

Sviðaveisla Jörfa til fjáröflunar í styrktarsjóð

Þann 25.október s.l. hélt Kiwanisklúburinn Jörfi sviðaveislu í Kiwanishúsinu Engjateig 11. Um 150 manns mættu og gerðu matnum góð skil. Þarna mættu í boði Jörfa Jón Baldvin Hannibalsson og kona hans Bryndís Schram. Jón Baldvin flutti mjög skemmtilegt erindi sem átti vel við ástandið í þjóðfélaginu í dag.Jörfafélagar sáu alfarið um að afla fanga og gera sviðin tilbúin í pottinn. Vertinn sá um að sjóða sviðin og útbúa meðlætið að hætti Jörfa. Allur ágóði af þessu rann í styrktarsjóð Jörfa. Jörfa félagar vilja þakka öllum sem mættu og nutu samverunnar.

Myndir