Tiltekt í Ölfusborgum

19.06.2008
Jörfafélagar fengu í vikunni tækifæri til fjáröflunar, verkið var að hreinsa út úr orlofshúsunum 36  í Ölfusborgum og gera þar hreint eftir jarðskjálftatjónið. Megnið af leirtauinu var í molum á gólfunum og glerbrot út um allt og nokkur húsanna hafa einnig skemmst.
Íbúðarhús og innbú  Kristjáns borgarstjóra og Úllu varð líka mjög illa úti í hamförunum.
 
Með stuttum fyrirvara náðist í félaga til að vinna þetta verk og var það gert á þremur dögum, alls komu hér 11 félagar að verkinu.
Stjórnin vill þakka fyrir góð viðbrögð við þessu bráða útkalli, takk fyrir ykkar framlag til verksins.
 
Okkur tókst þetta og sýnir það hvað samheldinn hópur eins og Jörfafélagar geta gert þegar á reynir.