Jörfafréttir

15.05.2008
Á föstudagskvöldið 14 september var 37 umdæmisþing sett í Dómkirkjunni

 

Fjöldi gesta var við setningu þingsins sem Andrés Hjaltason umdæmisstjóri setti og minntist Andrés látinna félaga með því að láta dóttur sína kveikja á kerti til minningar um þá. Séra Kristján Björnsson forseti Helgafells flutti þingheimi hugvekju og einnig var boðið upp á tónlistaratriði þar sem tvær stúlkur fluttu okkur flautudúett af bestu gerð. Einnig ávörpuðuð erlendir gesti þingheim eins og ávalt er siður, og áttu Kiwanismenn og konur hátíðlega og ánægjulega stund við þessa setningu 37 umdæmisþings.

Viðurkenningar frá Kiwanis International til fyrirmyndarklúbba á heimsvísu starfsárið 2005-2006
Eysturoy-Eldey-Jörfi-Hekla

Athyglisverðasta styrktarverkefnið 2006-2007:
Hekla fyrir styrk sinn við Íslandsdeild SPES International (sjá spes.is)

Fjölmiðlabikarinn:
Hjálmaverkefnið fyrir hönd allra klúbba í landinu hlaut bikarinn í ár fyrir markvissa fjölmiðlakynningu á verkefninu í samvinnu við klúbba umdæmisins.

Fjölgunarbikar:
Verður ekki úthlutað fyrr en lokatölur um fjölgun liggja fyrir í lok september

Fyrirmyndarklúbbar 2006-2007
Höfði-Jörfi-Katla-Embla-Kaldbakur-Skjálfandi-Rósan-Elliði-Mosfell-Eldey-Sólborg-Keilir

 

37 Umdæmisþingi Kiwanisumdæmisins Ísland - Færeyjar lauk með fjölmennu lokahófi í Súlnasal Hótel Sögu á laugardagskvöldið.

Á lokahófi voru veittar viðurkenningar starfsársins, mönnum þökkuð góð störf í þágu Kiwanishreyfingarinnar, skemmtiatriði voru flutt og snæddur þriggja rétta matseðill og að sjálfsögðu stiginn dans fram á nótt.
Að morgni sunnudags voru síðan formleg stjórnarskipti í Umdæminu.

Stjórnarskiptafundur Jörfa sem var einnig 600 fundur Jörfa var haldinn að Kríunesi.Um stjórnarskiptin sá Jón Heiðarson svæðisstjóri Eddusvæðis og honum til aðstoðar var Valdimar Jörgensson.

Jörfafélagar tóku þátt í sölu K-lykilsins og gekk salan vel eins og ávalt hjá Jörfa.

Fyrsti fundur eftir stjórnarskiptin var svo 8.okt. Og afhenti Jón Jakob forseti nefndarmönnum sín erindisbréf, og hvatti hann félaga til að vinna vel í nefndum, því þannig gengi starfið vel.

Ræðumaður á almennum fundi 22.október var Gylfi Ingvarsson  Umdæmisstjóri og flutti hann mjög gott erindi um starf Kiwanis og fl. Á þennan fund fjölmenntu Kötlufélagar.

Fjölskyldu og unglingafund Jörfa var haldinn 19.nóv.2007

Það er alltaf markmið að fá góðan fyrirlesara um málefni barna og unglinga á þessa fundi.

Ræðumaður á fundinum var Ragnar Scram kynningarstjóri SOS-barnaþorpa.

Sagði hann frá starfi SOS barnaþorpa í máli og myndum og var þetta hið fróðlegasta erindi fyrir fundarmenn sem voru á öllum aldri.

Haraldur Finnsson flutti smá erindi sem hann beindi að þeim yngri á fundinum.

Nokkrir Jörfafélagar mætu á fund hjá Kötlu 21 nóv.n.k.

Að venju söfnuðu Jörfafélagar í 10 veglegar matarkörfur sem deilt var út til fjölskyldna í Árbæ fyrir jólin í samvinnu við sóknarprestinn séra Þór Haugsson.

Við þökkum þeim fjölmörgum fyrirtækjum sem studdu okkur vel í þessu verkefni, en þetta er verkefni sem gefur okkur mikið og gaman er að vera þáttakandi í.

Jólafundur Jörfa haldinn  14.des.2007 í Norræna húsinu.

Dagskráin var með hefðbundnu sniði og flutti séra Þór Hauksson sóknarprestur í Árbæjarsókn jólahugvekju.

Á fundinum bættist nýr Jörfafélagi, Garðar Bergendahls í hópinn. Sigursteinn Hjartarson sá um innsetningarathöfnina

Á jólafundinum var félaga okkar Valdimar Jörgensson veitt gullstjarna fyrir frábær störf fyrir Jörfa og Kiwanishreyfinguna.(Jörfi er bestur eins og sumir segja.)

28 janúar var almennur fundur með fyrirlesara, á fundin mætti svæðisstjóri Edduæðis Jón Heiðarsson, og forseti Smyrils, ásamt fl. frá Smyrli.

Framsögumaður var Sigursteinn Hjartarson og fræddi fundarmenn um vegaáætlanir 2008-2009 og greinilegt var að fundarmenn höfðu mikinn áhuga á vegamálum og spurðu  Sigursteinn í þaula um hin ýmsu verk vegagerðarinnar.

11 febrúar var félagsmálafundur og á þeim fundi skiluðu nær allir nefndarformenn skýrslu og sýnir það hve starfað er vel í Jörfa.

Á konudaginn 24 febrúar mættu um 20 félagar ásamt hjálparfólki til að aka út konudagsblómum en Jörfi hefur um langt árabil selt blómvendi og ekið þeim heim á konudaginn og er þetta stór liður til eflingar styrktarsjóðs Jörfa.

25 febrúar var félagsmálafundur og var uppstillingarnefndin búin að vinna og kom með tillögu að næstu stjórn og skipa nefndarformenn fyrir allar nefndir, var sú tillaga er nefndin lagði til samþykkt með öllum atkvæðum.

10.mars var almennur fundur og var fyrirlesari Tómas N Möller. Tómas N. Möller er forstöðumaður Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Landsbankans og veitir jafnframt Íslenska lífeyrissjóðnum forstöðu sem framkvæmdastjóri hans. Tómas flutti mjög fróðlegt erindi um fjármál heimilanna og horfur í efnahagsmálum.

23 apríl var stjórnakjörsfundur,  konukvöld og var fundurinn haldinn í Þrastarlundi. Þetta var allt á léttum nótum og áttum við öll hið ánægjulegasta kvöld. Ein félagi Jörfa Guðmundur Helgi Guðjónsson fékk silfurstjörnu fyrir vel unnin störf í þágu klúbbsins og eiginkona hans Inga Dóra Þorsteinsdóttir fékk veglegan blómvönd.

Á umdæmisþing á Sauðárkróki mættu 8 félagar úr Jörfa, þar af 3 fulltrúar.

Í júní tók Jörfi að sér að hreinsa út úr orlofshúsunum í Ölfusborgum og þrífa þau.Voru lagðar fram 300 vinnustundir sem öfluðu klúbbnum 420 þús. króna.

11. júní var farin gróðursetningarferð í reit klúbbsins í Heiðmörk og  þar mættu 25 manns og gróðursettu 300 plöntur, grilluðu og nutu veðurblíðunnar. Þá voru sótt 9 stór tré í eldri reit Jörfa í Grunnuvötnum og flutt í Heiðmörk.

4. - 7.júlí var svo fjölskylduferð Jörfa og þá komu 42 félagar og gestir saman að Hellishólum í Fljótshlíð og áttu þar saman skemmtilega helgi.

Fjáraflanir hafa gengið vel og félagar verið duglegir að taka þátt í því starfi. 

Pökkun og sala á jólasælgæti gaf okkur 420 þús.  blómasala og útkeyrsla á konudaginn gaf okkur 250 þús og sala á heimilispappír hefur gefið 52 þús. Hreinsun í Ölfusborgum gaf okkur 420 þús. Þá var safnað vörum í matarkörfur fyrir jólin fyrir 180 þús. Samtals höfum við því aflað um 1,3 milljón króna og vinnuframlag félaga við fjáraflanir nemur um 700 klst. Þá tók klúbburinn þátt í sölu K-lykilsins og seldi nærri 900 lykla.

Styrkveitingar til þessa hafa verið framlög til SOS  barna 55 þús. og afhentar 13 matarkörfur til fjölskyldna í Árbæjarhverfi fyrir jólin að verðmæti um 190 þús. kr. en þetta er nú orðin hefð hjá Jörfa fyrir jólin og unnið í samstarfi við sóknarprestinn þar.

Þá var veittur lokastyrkur til Forma upp á 220 þús. kr.

Næsta stjórn Jörfa er þannig skipuð:

Forseti:                        Haraldur Finnsson

Fráf. forseti:                Jón Jakob Jóhannesson

Kjörforseti:                  Baldur Árnason

Ritari:                          Ævar Breiðfjörð

Féhirðir:                       Björn Úlfar Sigurðsson

Gjaldkeri:                    Magnús Jónsson

Erl. ritari:                     Jóhannes L. Guðmundsson

Meðstjórnendur:         

                                    Sigursteinn Hjartarson

                                    Bjargmundur Sigurjónsson

                                    Hafsteinn Sigmundsson

                                    Bragi Stefánsson