Styrkveiting
01.12.2025Kiwanisklúbburinn Jörfi afhenti í dag 1.des styrk uppá 500.000 kr til fjölskyldu Þorsteins Birnis. Magnús Jónsson kjörforseti Jörfa afhenti styrkin en Jósúa Theódórsson tók við styrknum fyrir hönd fjölskyldunnar.
"Þannig er mál með vexti að þau Þorsteinn og Elín hafa verið út í Svíþjóð í núna tæpar 3 vikur eða frá því Þorsteinn Birnir var tveggja daga gamall. Móðir Elínar, amman flaug út skömmu seinna og hefur verið þeim til stuðnings og núna í næstu viku mun afi barnanna fljúga út með eldri börn þeirra Elínar og Þorsteins sem eru 5 og 8 ára gömul.
Börnin munu dvelja hjá þeim í einhverja stund en þar sem hjartagalli Birnis er það margþættur að framtíðin fyrir fjölskylduna veltur alfarið á því hvernig hann braggast. Hvort þau muni verða öll úti, fljúga heim, skipta með sér liði eða reyna fljúga börnunum út reglulega er óákveðið sökum ástands Birnis en fyrirséð er að hann mun þurfa á stórri hjartaaðgerð á næstu mánuðum.

