Vinnureglur Jörfa:

Vinnuregla nr:  1

 

Fyrirmyndarfélagi Jörfa

 

1.gr.    Gripurinn heitir “Fyrirmyndarfélagi Jörfa” og skal heitið grafið á sjálfan bikarinn.

2.gr.    Bikarinn skal árlega veita á stjórnarskiptafundi Jörfa þeim félaga klúbbsins sem forseti og fráfarandi forseti velja.

3. gr.   Forseti og fráfarandi forseti sem skv. þessum reglum velja fyrirmyndarfélagann geta ekki orðið þessa heiðurs aðnjótandi það ár sem þeir sinna verkinu.

4.gr.    Nafn fyrirmyndarfélagans og ártal skal skrá á bikarinn.

5.gr.    Valið skal liggja fyrir í byrjun sept. Forseti skal fá bikarinn “lánaðan” hjá fyrir­myndarfélaganum dagsstund fyrir stjórnarskiptafundinn svo festa megi plötuna með nafni hins nýja fyrirmyndarfélaga á gripinn fyrir fund.

6.gr.    Fyrirmyndarfélagi skilar bikarnum formlega til forseta á stjórnarskiptafundi og leysir forseti hann út með platta til minningar.

7.gr.    Forseti hefur sérstaka fundargerðabók sem er skrá yfir þá sem hljóta viður­kenn­ingar Jörfa.  Á fundinum afhendir hann nýja forsetan­um bókina (skrána).

8.gr.    Stjórn klúbbsins hefur vald til þess að taka gripinn úr umferð.

 

100% mæting

 

 

7.gr.    Á stjórnarskiptafundi skal veita þeim klúbbfélögum sérstaka viðurkenningu sem mætt hafa á alla fundi (viðburði) klúbbsins á starfsárinu (100% mæting).

8.gr.    Gripurinn er smáskjöldur sem er afhentur til eignar.

 

 

 

 

Vinnuregla nr:2

 

Viðurkenning til félaga í Jörfa

 

1.gr.    Viðurkenningarnar sem Kiwanisklúbburinn Jörfi veitir félögum sínum eru fjórar: Silfurstjarna og Gullstjarna styrktarsjóðs Umdæmisins og Hixon orða og demants Hixon til styrktar Kiwanis Foundation. Viðurkenningarnar eru veittar en ekki gefnar.

2.gr.    Forseti Jörfa veitir silfurstjörnuna. Gullstjörnuna veitir forseti að fengnu sam­þykki stjórnar. Þegar Hixon og demants Hixon er veitt skal leita samþykkis klúbb­félaganna.

3.gr.    Forðast skal að veita viðurkenningarnar í tengslum við stórafmæli þess sem viðurkenninguna hlýtur svo viðurkenningum verði ekki ruglað saman við afmælisgjafir.

4.gr.    Þegar félagi hefur verið í klúbbnum í 10, 15, 20 osfrv ár. er honum veitt sérstök viðurkenning. Viðurkenninguna skal afhenda á stjórnarskiptafundi.

 

 

Vinnuregla nr:3

 

Afmælis og heiðursgjafir Jörfa

 

1.gr.    Afmælisgjafir til klúbbfélaga:
Afmælisgjafir ættu að öllu jöfnu að miðast við áhugasvið viðkomandi: Margskon­ar veiðibúnaður bæði fyrir byssu og stöng, útvistar og ferðabúnaður, bækur listmunir og vín svo dæmi séu nefnd.

2.gr.    Eðlilegt telst að sá sem hefur verið virkur félagi í 5 ár eða meira fái veglegri gjöf en sá sem nýlega hefur gengið til liðs við hreyfinguna.

·40 ára afmæli    grunnupphæð  (t.d. 500 kr/skráðan (virkan)félaga)  í jan 2009

·50 ára afmæli    grunnupphæð x 1,5

·60 ára afmæli    grunnupphæð x 2,0

·70 ára afmæli    grunnupphæð x 3,0

·80 ára afmæli    grunnupphæð x 4,0

3.gr.    Afmælisgjafir til klúbba
Jörfi gefur móðurklúbbum sínum Heklu og Elliða afmælisgjafir á stórafmælum og einnig afkomendum sínum, sem í byrjun árs 2009, eru Höfði og Mosfell.

4.gr.    Jörfi gefur klúbbum á Eddusvæði afmælisgjafir á stórafmælum.

5.gr.    Stórafmæli eru fylltir áratugir og aldarfjórðungar.

6.gr.    Aðrar heiðursgjafir ákveður stjórn Jörfa hverju sinni.

7. gr.   Afmælis og heiðursgjafanefnd skal leggja lista yfir væntanlegar afmælisgjafir til félaga og klúbba fyrir komandi ár fyrir Fjárhagsnefnd.

 

Vinnuregla nr:4

Embættismerki fyrir stjórnarskipti

 

1.gr.    Birgðavörður skal geyma möppuna sem inniheldur merki til handa öllum stjórn­ar­mönnum. Mappan skal ætíð innihalda öll þau merki sem nota þarf. Þetta tákn­ar að ævinlega eru tvö sett í gangi, það sem skrýða skal næstu stjórn og það sem sitjandi stjórn hefur í barminum

2.gr.    Fráfarandi stjórn skilar merkjum sínum við stjórnarskiptin og fær í staðinn merki fráfarandi stjórnarmanna. Merkin sem skilað er verða geymd í möppunni til næstu stjórnarskipta. Þannig gefst tækifæri til að fylla inn í fyrir þau merki sem glatast.

3.gr.    Merki fráfarandi eru  til eignar. Þó er ekki ætlast til að félagar safni haugum af merkjum fráfarandi embættismanna.

 

Vinnuregla nr:5

 

Stjórn og nefndir Jörfa

 

1.gr.    Stjórn Jörfa skipa:

·Forseti

·Kjörforseti

·Fráfarandi forseti

·Ritari

·Féhirðir

·Erlendur ritari

·Að auki eru 5 meðstjórnendur: Formenn dagskrárnefndar, móttökunefndar og  þrír sem valdir eru sérstaklega.

· 

2.gr.    Fastanefndir og embætti Jörfa eru :

·Dagskrárnefnd,                                          Form. er meðstjórnandi i stjórn

·Móttökunefnd,                                           Form. er meðstjórnandi i stjórn

·Fjárhagsnefnd,                                           Form. er féhirðir klúbbsins

·Skoðunarmenn reikninga

·Fjáröflunar- og Styrktarnefnd,               

·Markmiða-Félagsmála-og Laganefnd,    Þrír síðustu forsetar. Form er fráf. 

·Skemmti- Ferða-og Ræktunarnefnd,

·Afmælis- og Heiðursgjafanefnd,

·Stjórnarskiptanefnd,

·Göngunefnd

·Birgða- og gagnavörslunefnd

·Fjölmiðla- og internetnefnd

·Tryggingarsjóður                                       Féhirðir klúbbsins

·Ljósmyndarar

·Siðameistarar

·Hjálmanefnd

·Stórafmælisnefnd                                      Aðeins á afmælisári

 

Vinnuregla nr:6

Stjórnarkjörsfundur - aðalfundur

 

1.gr.    Stjórnarkjörsfundur skal haldinn daginn fyrir frídag í lok apríl ár hvert. Fund­urinn er jafnframt síðasti reglulegi fundur vetrarins og aðalfundur Jörfa.

2.gr.    Stjórnarkjörsfundur er konukvöld og veisla. Skal honum valin umgjörð við hæfi.

3.gr.    Á stjórnarkjörsfundi kynnir kjörforseti tillögur uppstillingarnefndar að stjórn og nefndum. Forseti lýsir móttillögum hafi slíkar borist innan framboðsfrests og ber tillögurnar upp til atkvæða.

4.gr.    Forseti og kjörforseti undirbúa fundinn og velja honum stað.

5.gr     Sérstök ákvæði eru um stjórnarkjörsfund á 35,45,55 o.s.frv. afmælum Jörfa. Þau ákvæði eru í “Vinnureglu 11” um afmæli Jörfa.

 

Stjórnarskiptafundur

 

1. gr.   Stjórnarskiptafundur skal haldinn á laugardegi á tímabilinu 20. september til 28. september.

2. gr.   Fundarstaður og umgjörð fundarins skal valin með tilliti til þess að um hátíðar­samkomu er að ræða og veisluhöld með mökum og gestum.

 

 

 

Vinnuregla nr:7

 

Siðameistari

 

1.gr.    Siðameistari fylgist með og gerir athugasemdir um framvindu funda.  Hrós skal vera alvarlegt en aðfinnslur í léttum dúr. Alvarlegar aðfinnslur skulu teknar fyrir á stjórnarfundi.

2.gr.    Siðameistari beitir sektum sem greiðast í frænku fyrir m.a.:

·Truflanir á fundi t.d. með skvaldri

·Rangt ávarp til fundarins

·Beri félagi ekki Kiwanismerki á fundi

3.gr.    Siðameistari skal vera skemmtilegur. Hann má flytja heilræði og athyglisverðar athugasemdir, vísur og jafnvel skemmtisögur.

4.gr.    Siðameistari hefur seinasta orðið á fundi áður en forseti slítur fundi.

 

Vinnuregla nr:8

 

Geymsla gjafa og gagna

 

 

1.gr.    Halda skal fundargerðabók fyrir stjórn, klúbbfundi og allar nefndir Jörfa. Fundar­gerða­bók­inni skal skilað í hendur þess sem tekur við embætti á stjórnar­skipta­fundi.

2.gr.    Halda skal skrá um allar viðurkenningar sem klúbburinn verður aðnjótandi og embættismenn hans.

3.gr.    Halda skal skrá um allar gjafir sem klúbbnum eru gefnar og upplýsingar um það hvar þær eru vistaðar.

4.gr.  Skýrslur nefndar skulu fylgja fundargerðabók nefndarinnar.  Eintak ritara skal fylgja fundargerðabók klúbbsins.

5.gr.  Þegar fundargerðabók er fullskrifuð skal hún fengin birgðaverði til varðveislu í hirslum (skáp) klúbbsins.

6.gr.    Gjafir til klúbbsins skulu notaðar í daglegum störfum klúbbsins, hengdar upp í húsakynnum Kiwanis eða geymdar í skáp klúbbsins.

7.gr.    Rafrænar skrár til geymslu skulu vistaðar í lokaðri hirslu á heimasíðu klúbbsins. Aðgangur skal takmarkaður með lykilorði.

 

Vinnuregla nr. 9     Landslög

 

 

Íslenska fánanum flaggað með öðrum fánum

1.gr.    Sé íslenska fánanum flaggað með öðrum þjóðfánum skal sá íslenski vera lengst til vinstri, séð frá áhorfanda eða þegar komið er að fánastað, en öðrum þjóðfánum raðað til hægri frá honum í stafrófsröð íslenskra heita hlutaðeigandi ríkja.

2.gr.    Ekki skal raða merkjum eða fánum sveitarfélaga, félaga eða fyrirtækja inn á milli þjóðfána. Slíkir fánar skulu hafðir í röðum eða þyrpingum aðskildum frá þjóðfánum.

3.gr.    Óheimilt er að félagasamtök og fyrirtæki, sem eru að fagna einhverjum við­burð­um, flaggi þjóðfánanum okkar með eigin fána. Íslenski fáninn skal vera sér og einn á stöng.

4.gr.    Hafa verður sérstaka fánaborg fyrir þjóðfánann og síðan sér fyrir aðra fána. Oft eru notaðar fánaborgir þar sem 3-7 fánastangir eru á sömu festingu og er þá ó­heimilt að hafa félaga-, fyrirtækja og sveitarfélagafána á þeim stöngum með þjóð­fánanum.

Vinnuregla nr:10  

Reglur um notkun forsetakeðju. 

 

1.gr.    Forsetakeðja skal borin samkvæmt því sem hér segir :

1    Á Jólafundum
2    Á aðalfundum
3    Á stjórnarskiptafundum
4    Á almennum fundum
5    Þegar Jörfi fær Kiwanis-klúbb í heimsókn
6    Á fundum þar sem erlendir Kiwanis gestir mæta
7    Á fundum þar sem Kiwanis félagi er heiðraður
8    Á fundum þar sem makar eru gestir 

 

2.gr.    Þegar ekki á að bera forsetakeðju :

1    Eigi skal bera forsetakeðjuna á almennum skemmtunum
2    Eigi skal bera forsetakeðjuna á útifundi hvert sem tilefni hans kann að vera

 

3.gr.    Frjálst val og vafatilvik

1    Þegar Jörfi heldur fund að hálfu á móti öðrum Kiwanis klúbbi eða er gestur annars klúbbs er það á valdi forseta hvort forsetakeðjan skuli borin og þá í samráði við forseta hins klúbbsins.

2    Mæti forseti Jörfa á Evrópu– eða  Umdæmisþingum er honum í sjálfvald sett hvort hann ber forsetakeðjuna.

3    Í tilfellum er vafi leikur á hvort bera skuli forsetakeðjuna sker forseti úr um notkun, en leitað getur hann álits stjórnar á því.

 

Vinnuregla nr:11  

 

Afmælisár Jörfa. 

 

1.gr.    Kiwanisklúbburinn Jörfi var stofnaður 28. maí 1975

 

2.gr.    “Afmælisár” eru þau ár þegar Jörfi fyllir áratug eða aldarfjórðung. Þegar Jörfi á slík “Stórafmæli” skal haldin opinber móttaka. Til móttökunnar er öðrum klúbbum í Eddusvæði  boðið ásamt svæðisstjórn, umdæmis­stjórn og öðrum góðum gestum.

Af hagkvæmnisástæðum er reiknað með að afmælinu sé fagnað á laugardegi þótt afmælisdaginn sjálfan beri upp á annan vikudag.

 

3.gr.    Að kvöldi afmælisdagsins eða að móttökunni lokinni er haldin veisla Jörfafélaga. Þá gera Jörfafélagar sér glaðan dag í mat og drykk í eigin félagsskap.

 

4.gr.    Til undirbúnings skal skipa afmælisnefnd með öðrum nefndaskipunum við stjórnarskiptin í aðdraganda afmælisárs. Nefndin er forseta til ráðgjafar og að­stoðar við undirbúning hátíðarhaldanna.

 

5.gr.    Þegar aldur Jörfa stendur á hálfum áratug 35, 45, 55 o.s.frv. skal síðasti fundur starfsársins vera á laugardeginum næsta á undan afmælinu. Skal sá fundur jafn­framt vera Stjórnarkjörsfundur (aðalfundur) Jörfa og konukvöld.

 

 

Vinnuregla um félagsgjöld.

Félagsgjald og tryggingasjóðsgjald greiðist með jöfnum 6 mánaða greiðslum í Valitor. Þeir sem ekki greiða þannig skulu greiða gjöldin til helminga fyrir og eftir áramót með eindögum 31.12. og 30.4.    Félagar greiði fullt gjald til 80 á aldurs.  Eftir það greiði þeir aðeins tryggingagjald en ekki félagsgjald.

 

Vinnuregla um leyfi frá fundarsókn.

Félagi sem verið hefur virkur í Kiwanishreyfingunni í 10 ár getur sótt skriflega um að vera aldursaðildarfélagi vegna heilsubrests, starfa eða annarra gildra ástæðna.  Slík aðild er aðeins veitt til mest eins árs í senn og skal stjórn endurskoða umsóknir árlega.

Slíkt leyfi veitir undanþágu frá fundasókn, en ekki greiðslu félagsgjalda.

Vinnuregla vegna andláts félaga eða maka félaga.

Við andlát félaga eða maka félaga skal forseti  klúbbsins sjá um að eftirlifandi maki fái  samúðarkveðju með viðeigandi hætti.  Þar sem allir félagar í Jörfa eru aðilar að tryggingarsjóði Kiwanis þá skal stjórn sjá til þess að  viðeigandi tilkynning berist sjóðnum.   Félögum skal tilkynnt um andlátið og stjórn sjái um, í samráði við fjölskyldu , að fáni klúbbsins með sorgarslæðum sé settur upp við útförina.

Á næsta félagsfundi skal hins látna minnst.

Vinnuregla um stjórnarskipti.

Forseti og kjörforseti sjái um undirbúning þeirra.  Þeim er heimilt að velja sérstaka nefnd til að sjá um framkvæmdina.