Almennur fundur

11.03.2017

Almennur fundur nr. 755 í Kiwanisklúbbnum Jörfa

haldinn að Bíldshöfða 12 mánudaginn 6.mars 2017.

 

Fyrirlesari kvöldsins var Írisi Dröfn Árnadóttir nýútskrifuð heilbrigðisverkfræðingur frá HR. Hún vinnur hjá HR og LSH við þrívíddarprentun líkamshluta.  Hún sagði frá meistaraverkefni sínu og síðan starfi við gerð þrívíddarmódela fyrir lækna fyrir skurðaðgerðir. Þá geta læknar skoðað aðgerðasvæðið nákvæmlega fyrir aðgerðir.  Mælt og metið og jafnvel æft sig á að gera aðgerðina.  Þetta styttir aðgerðartíma um allt að 30 % og bætt gæðin umtalsvert.

Samstarf HR og LSH við þróun í gerð þessara líkana hefur gert það að verkum að við stöndum mjög framarlega í þessari tækni og notkun  er vaxandi.

Erindið og myndir Írisar var afar skýrt og vakti mikla athygli  fundarmanna og góðar undirtektir.   Fékk hún  góðar undirtektir og þakkir og einnig fána félagsins að launum.