Jörfi heimsækir Alcan á Íslandi hf.

15.03.2011
14.mars fóru félagar í Kiwanisklúbbnum Jörfa í heimsókn í Álverið í Straumsvík,vel var tekið á móti hópnum og hann leiddur um svæðið Þetta var mjög skemmtileg heimsókn, fróðlegur fyrirllestur og kynning á starfseminni og skoðun inn í kerskála.
Eftir heimsóknina héldu Jörfafélagar fund í Fjörukránni Hafnarfirði.
 
Alcan á Íslandi hf. er hluti af Rio Tinto Alcan., fjölþjóðlegu fyrirtæki sem er stærsti álframleiðandi í heimi.
Alcan á Íslandi hf. rekur ellefta stærsta álverið innan samsteypunnar. Framleiðslugetan er um 185 þúsund tonn og starfsmennirnir eru um 450; vélvirkjar, verkfræðingar, stóriðjugreinar, rafvirkjar, verkafólk, tæknifræðingar, málarar, skrifstofufólk, bifvélavirkjar, viðskiptafræðingar, múrarar, matreiðslumenn, rafeindavirkjar, smiðir o.fl.  Þekking þessa fólks, markviss símenntun og stöðugar tæknilegar framfarir gera okkur kleift að framleiða hágæðavöru með miklum virðisauka, til hagsbóta fyrir þjóðina alla.Alcan á Íslandi er ISO 9001, ISO 14001 og OHSAS 18001 vottað. 
Vissir þú að ..
  • Hátæknilegur og flókinn búnaður stýrir öllu framleiðsluferli álversins.
  • Meðallaun starfsmanna eru mun hærri en meðallaun í landinu.
  • Við erum einn stærsti útflytjandi af vörum frá Íslandi.
  • Starfsmenn eru um 450 talsins 
 
                  
 
GHG