654 fundur Jörfa

18.01.2011
654 fundur Jörfa sem var almennur fundur haldinn 17.janúar 2011.
Í Kiwanishúsinu Engjateig 11
Forseti Valur Helgason setti fund kl.19.30 og bauð félaga og gesti velkomna til fundar Formaður móttökunefndar Ingólfur Helgason skýrði frá mætingu, mættir voru 22 félagar og 2 gestir en fjórir félagar boðuðu forföll.
Fyrirlesara kvöldsins var Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson búfræðingur og formaður íslenskra sauðfjárbænda.
Sindri flutti fróðlegar tölur um landbúnað og sérstaklega um sauðfjárbúskap.
Í lokin svaraði hann ýmsum spurningu og endaði á ýmsum gaman sögum og má segja að Sindri hafi farið á kostum og skemmtu fundarmenn sér konunglega.
Forseti þakkaði Sindra fyrir og færði honum fána klúbbsins að gjöf.
 
GHG