Svæðisráðsfundur Eddusvæðis 13.nóv. 2010

13.11.2010
Fundurinn haldinn í Kiwanishúsinu Engjateig 11.
Dagskrá fundarins var hefðbundin, mættir voru alls 20 félagar þar á meðal Óskar Guðjónsson umdæmisstjóri, Björn Baldursson ferðanefnd og Sigurður Svavarsson frá styrktarsjóði og fjölgunarnefnd. Svæðisstjóri Jón Jakob Jóhannesson setti fund kl 10.00
Lesin var síðasta fundargerð og var hún samþykkt.
Svæðisstjóri flutti skýrslu sína.
Forsetar Höfða, Jörfa, Kötlu og þyrils skiluðu skýrslum.
Það kom fram í skýrslum forseta að kraftmikið starf er í klúbbum Eddusvæðis.
Umdæmisstjóri sagði frá því helsta sem á döfinni er og ræddi meðal annars um nýja svæðaskiptingu er taka á gildi haustið 2011, K-daginn, hjálmaverkefnið og heimsverkefni Kiwanis MNT sem er í undirbúningi. Þá kom fram hjá Óskari að verið sé að uppfæra heimasíðu Kiwanis.
Björn Baldursson fór yfir ferðaáætlanir meðal annars til Færeyja og ferð á heimsþing.
Sigurður Svavarsson ræddi um MNT verkefnið og fjölgunarmál.
Í lokin var hópverkefni þar sem unnið var í fjórum hópum. og átti hver hópur að svara einni spurningu og skila því til ritara eftir að einn úr hverjum hóp útskýrði svarið.
 
 
GHG