Sviðaveisla Jörfa 2010

23.10.2010
Hin árlega sviðaveisla Jörfa var haldin laugardaginn 23.okt. í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.
Mæting var mjög góð.
Gunnar Kvaran og Friðjón Hallgrímsson félagar í Jörfa spiluðu á harmonikkur áður en veislan var sett.
Valur Helgason forseti Jörfa setti veisluna.
Ræðumaður var Haraldur Finnsson félagi í Jörfa, einnig tók til máls umdæmisstjóri Óskar Guðjónsson.
Dregið var í happdrætti og fóru nokkrir heppnir heim með rauðvínsflösku.
Sviðaveisla Jörfa er ein af stærri fjáröflunarleiðum klúbbsins og rennur ágóðinn að þessu sinni til langveikrabarna. Kiwanisklúbburinn Jörfi þakkar öllum þeim sem studdu klúbbinn í þessu verkefni.