Svæðisráðsfundur Eddusvæðis

06.09.2009

Svæðisráðsfundur í Eddusvæði var haldinn sunnudaginn 6.sept. s.l

Svæðisstjóri Eddusvæðis setti fundinn kl.10.00 en mættir voru fulltrúar frá öllum klúbbum í svæðinu auk þess mættu Óskar Guðjónsson kjörumdæmisstjóri og Sæmundur Sæmundsson formaður fræðslunefndar.

Svæðisstjóri  Helgi Straumfjörð flutti skýrslu sína og einnig komu skýrslur frá öllum klúbbum í svæðinu. Þar kom fram m.a. að starfið er mjög öflugt hjá klúbbunum.

 

 

Óskar Guðjónsson kjörumdæmisstjóri sagði fréttir frá umdæminu og fór yfir ýmis mál sem honum eru hugleikin en hann tekur við sem umdæmisstjóri á þinginu um næstu helgi.

Þá flutti Sæmundur formaður fræðslunefndar gott erindi og kom fram hjá honum að ýmsar breytingar eru og verða hjá fræðslunefndinni sem stuðla mun að betri og almennari þátttöku þeirra sem sækja fræðslu t.d á umdæmisþinginu.

Á þessum fundi var ýmislegt rætt og var hann í alla staði góður.

Svæðisstjóri sleit svo fundi um kl.12.30