Almennur fundur Jörfa

22.02.2023

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Góður fundur og frábær fyrirlesari, Ragnar Ingi Aalsteinsson.

 

Ragnar Ingi Aðalsteinsson fæddist á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal 15. janúar 1944. Hann er yngstur tíu barna þeirra Ingibjargar Jónsdóttur og Aðalsteins Jónssonar, sem bjuggu á Vaðbrekku frá 1922 til 1971.

Ragnar Ingi ólst upp á Vaðbrekku og átti þar heima til ársins 1970 er hann flutti heimili sitt til Reykjavíkur. Hann stundaði nám í barnaskólanum á Skjöldólfsstöðum og lauk þaðan unglingaprófi vorið 1958. Landsprófi lauk hann frá Gagnfræðaskólanum í Neskaupstað vorið 1962 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni vorið 1969. Árið 1982 lauk hann réttindanámi frá Kennaraháskóla Íslands og meistaragráðu í kennslufræðum frá sama skóla árið 2000. Árið 2004 lauk hann meistaragráðu í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands og doktorsritgerð sína varði hann við þá sömu stofnun haustið 2010.