Andlát Braga Stefánssonar

06.10.2021
Okkar góði félagi og leiðtogi, Bragi Stefánsson lést 1.október 2021 Heilsu hans hafði hrakað mjög undanfarnar vikur og dvaldi hann á Líknardeild LHS.
Við minnumst hans sem einstaks félaga sem var okkur mikil fyrirmynd og hvatti okkur til góðra verka. Bragi var einn af stofnendum Jörfa, annar forseti klúbbsins og umdæmisstjóri 1988 – 1989.