Félagsmálafundur

14.09.2021

13.september var haldinn félagsmálafundur Nr. 806 hjá Jörfa eftir langt hlé, eins og að líkum lætur voru menn ánægðir að hittast eftir langt hlé og hugur í félögum að geta byrjað starfið.

Þetta var hefðbundinn félagsmálafundur með skýrsluskilum nefnda. Mættir voru 19 félagar. Bernhard Jóhannesson stjórnaði fundi í forföllum forseta.

Fram undan er stjórnarskiptafundur og konukvöld 24.september

Verkun sviða og sala á þeim um næstu mánaðarmót.