Stjórnarkjörsfundur 21. apríl 2017.

24.04.2017

Stjórnarkjörsfundur haldinn Resturant Reykjavík 21.apríl 2017.

Mættir voru 14 félagar og 13 gestir.

Þjóðlagasveitin Þula flutti gömul íslensk þjóðlög.  Sveitin mun uppruninn í tónlistarfélagi Kópavogs og er skipuð 6 ungmennum, 4 stúlkum og 2 piltum sem spiluðu, sungu og dönsuðu við góðar undirtektir viðstaddra.

Stökksteikt bleikja í forrétt, nautalund og svína síða í aðalrétt og ástríðualdin ostakaka ásamt kaffi í eftirrétt.  Stjórnarkjör:  Forseti kynnti stjórn og nefndir eins og undirbúningsnefnd hafði gert tillögu um og þar sem engin önnur framboð bárust var sjálfkjörið.

Forseti færði Guðmundi Helga afmælisgjöf frá klúbbnum í tilefni af nýafstöðnu 70 ára afmæli.

Böðvar gerði vetrarstarfið að umtalsefni, vel heppnaðan fjölskyldufund og góða fyrirlesara. Kvaðst hafa reynt að leggja sig fram og notið góðar aðstoðar.  Fjáraflanir hefðu verið hefðbundnar og gengið vel en ástæða væri til að reyna að finna nýjar.

Bernharð kjörforseti tók til máls og kvaðst horfa bjartsýnum augum til næsta starfsárs.

Friðjón og Haraldur fóru með vafasamar sögur og annað grín  en Ingi Viðar var bæði fyndinn og menningarlegur.

Fundi slitið kl. 22:15.

 

Myndir hér