Jólafundur Gullstjarna.

12.12.2016

Jólafundur Jörfa var haldinn 9.dsember að Hliði á Álftanesi.  Þar er nýuppgerður veitingastaður sem Jóhannes í Fjörukránni rekur nú. Við vorum fyrsti hópurinn  sem þar kemur eftir endurbætur og fengum sérstakar móttökur í samræmi við það.  Húsakynni eru skemmtileg og skreytt ótal munum úr náttúrinni og  er sjón sögu ríkari.  Við mættum tæplega 40 og flest komum við saman  í rútu og áttum góða kvöldstund. Sérstaklega var ánægjulegt að þrjár ekkjur látinna félaga komu til að gleðjast með hópnum. 

Friðjóni Hallgrímssyni  var færð gjöf í tilefni 70 ára afmælis og Haraldur Finnsson var  sæmdur gullstjörnu Kiwanis. Þá las Þórarinn Eldjárn smásögu úr nýútkominni bók og séra Þór Hauksson flutti hugvekju og mæltist báðum vel.  Félagar sögðu gamansögur að venju og fóru allir til síns heima glaðir í bragði eins og Jörfamönnum er tamt.  

 
 
GHG