Fundur nr. 741 í Kiwanisklúbbnum Jörfa haldinn í húsakynnum Lýsis hf 21.mars 2016.

21.03.2016

1.    Sigursteinn forseti setti fund kl. 18:00 .  Mættir voru 26 félagar sem er met á þessu starfsári.  Forseti kynnti eina dagskrárlið fundarins, kynningu á Lýsi hf, sögu og framleiðslu. Afhenti hann Adolf  Ólasyni framkvæmdastjóra neytendavörudeildar, sem sá um kynninguna, fána Jörfa til minningar.

Adolf flutti mjög áhugaverðan kynningarfyrirlestur.  Fyrirtækið var stofnað 1938 af bræðrunum Tryggva og Þórði Ólafssonum eftir hvatningu og aðstoð frá Ameríku þar sem eftirspurn var eftir gæðalýsi.  Frá upphafi hefur vinnsla á þorskalýsi verið meginstoð framleiðslunnar. Fyrst vegna vissu um A og D vítamína í lýsinu en ná síðari árin ekki síður vegna upptötvana á mikilvægi omega -3 fitusýra í lýsinu sem hefur sannast að hafa gríðarlegt gildi sem forvörn fyrir hjartasjúkdómum og reyndar fleiri kvillum.   Fyrirtækið er nú leiðandi í heiminum á framleiðslu á vörum úr fiskiolíu og selur vörur sínar til 77 landa.  Grunnurinn er fyrst og fremst þekking og vöruvöndun.

1.       Nú er 95% framleiðslunnar selt úr landi og vörutegundirnar ótalmargar.  Umskipti urðu hjá fyrirtækinu þegar það flutti frá Grandaveginum þar sem það hafði verið frá upphafi   i ný húsakynni að Fiskislóð  5-9 árið 2005.  Nú vinna 150 starfsmenn hjá fyrirtækinu og 50 eru að bætast við með kaupum á fyrirtækinu Akraborg á Akranesi.  Forstjóri Lýsis nú er Katrín Pétursdóttir barnabarn annars stofnandas.  Adolf svaraði greiðlega fjölmörgum spurningum og gladdist mjög þegar hann kannaði hve margir gestanna tækju lýsi reglulega og hendur langflestra fóru á loft.  Sagði að fyrir fólk á okkar aldri ættu skilyrðislaust að neyta lýsis.

Fundinum lauk með spjalli yfir aðkeyptum samlokum og drykkjum í boði Lýsis um kl. 19:45.

Haraldur Finnsson

Myndir hér