Almennur fundur með fyrirlesara.

09.03.2016

Fundur nr. 740 í Kiwanisklúbbnum Jörfa haldinn 7.mars að Bíldshöfða 12.

      Þetta var almennur fundur með hefðbundni dagskrá og fyrirlesara.

Friðjón Hallgrímsson kynnti ræðumann kvöldsins, Þröst Sigtryggsson skipherra.  Hann er skólastjórasonur frá Núpi þar sem hann ólst upp.  Leiddist fremur skólaseta og valdi sér ævistarf  sem ekki krafðist langskólagöngu. Fór á sjóinn og lærði til skipsstjórnar og gætti landhelginnar, lengi sem skipherra. Þröstur sagði frá nokkrum félögum sínum í Gæslunni svo sem skipherrunum  Gunnari Gíslasyni og Eiríki Kristóferssyni og Steingrími Matthíassyni loftskeytamanni. Einnig af skemmtilegum Eyjamönnum og jafnvel Englandsdrottningu. Þrátt fyrir hæglátan  og  prúðan frásagnarmáta Þrastar voru sögurnar með þeim hætti að fundarmönnum gekk illa að ná af sér brosinu að loknum fyrirlestri.  

 

Þakkaði forseti Þresti  fyrir skemmtunina og færði honum fána félagsins, en Þröstur færði klúbbnum geisladisk með eigin lögum, en hann er þekktur harmóníkuleikari.

 

GHG