Tilkynning um frestun funda.

01.10.2020

Sælir ágætu félagar í Kiwanisklúbbnum Jörfa.

28.sept. s.l. var stjórnarskiptafundur  í Kiwanisklúbbnum Jörfa.  Ákveðið var að ljúka stjórnarskiptunum af þrátt fyrir slæmar aðstæður vegna Covid-19.  Vitað var að nokkrir félagar vildu ekki mæta vegna áhættunnar á smiti þar sem hópur kæmi saman og því rök fyrir frestun en við vildum taka áhættuna og ljúka stjórnarskiptunum.  

En að þeim loknum er full ástæða til að endurskoða fundaáætlunina í ljósi aðstæðna.  Eftir að hafa ráðfært mig við nýkjörna stjórn er niðurstaðan að það sé alls ekkert vit í að halda sig við fundaáætlunina  sem auðvitað var miðuð við eðlilegt ástand í samfélaginu sem vissulega er ekki.  Nokkrir félagar vilja alls ekki mæta meðan þetta ástand varir og margir eru efins og tvístígandi .Þá er enginn grundvöllur fyrir fundahöldum með venjulegum hætti.  

Öllum almennum fundum í KIWANISKLÚBBNUM JÖRFA er því frestað um óákveðinn tíma, eða þar til að smithætta er liðin hjá að mestu.  

Þau mál sem óhjákvæmilegt er að afgreiða eins og rekstraráætlun og reikningar verða afgreidd með rafrænum hætti.

 

Bestu kveðjur

Haraldur Finnsson

Forseti Jörfa