Jörfafundur númer 800.

27.02.2020

800 fundur Kiwanisklúbbsins Jörfa.

Hann var haldinn á Natura Hóteli 24.febrúar s.l. Mættir voru 16 félagar og 1 gestur Snævar Ívarsson framkvæmdarstjóri Félags lesblindra á Íslandi (FLÍ). Snævar var með mjög góða kynningu á félaginu og svaraði fjölmörgum spurningum frá fundarmönnum.