Félagsmálafundur Skýrsluskil

10.02.2020

Fundur númer 799 haldinn á Natura Hóteli 10.febrúar 2020 Mættir voru 18 félagar Dagskráin var hefðbundin að öðru leiti en því að formenn nefnda fluttu skýrslur sínar. Starfsemi Jörfa er mjög góð. Jörfi hefur veit styrki á starfsárinu að upphæð kr. 740.000. Klúbburinn verður 45 ára í vor og þá er hugmynd um að veita einn veglegan styrk.

Fjáraflanir fyrir styrktar sjóð hafa gengið vel. Í ár verður klúbburinn ekki með blómasölu eins og verið hefur undanfarna tvo áratugi. Jörfafélagar vilja senda öllum velunnurum klúbbsins kærar þakkir fyrir allan stuðningin í gegnum árin.