Almennur fundur fyrirlesari

27.01.2020

Fundur Jörfa númer 798 var haldinn að Hótel Natura mánudaginn 27.janúar.

Fyrirlesari var Pétur Þorsteinsson safnaðarprestur  Óháða safnaðarins í Reykjavík var virkilega gaman að hlusta á Pétur. Forseti færði Pétri fána klúbbsins og þakkaði fyrir frábæran fyrirlestur.

Þá var samþykkt að hætta með blómasölu klúbbsins á konudaginn vegna ýmsa örðuleika og mikillar samkeppni. Samþykkt var að veita styrk til Vildarbarna en það er sameiginlegt verkefni klúbba í Freyjusvæði einnig samþykkt að leggja til peninga í styrktar sjóðs Þyrils en sá klúbbur hélt nýlega upp á 50 ára afmæli sitt.

Þetta var hin ánægjulegasti fundur og ýmis mál rædd.