Félagsmálafundur Jörfa á Natura Hóteli 07.okt. 2019.

08.10.2019

Þetta var fundur númer 792 hjá Jörfa. Dagskráin var hefðbundin en á fundinum fékk Friðjón Hallgrímsson bikar sem fyrirmyndarfélagi Jörfa 2018-2019. Einnig fengu Friðjón, Jón Jakob og Guðm.Helgi viðurkenningu fyrir 100% mætingu. Þá fengu þeir Hafsteinn og Magnús afmælisgjöf frá Klúbbnum en þeir höfðu átt merkis afmæli fyrr á árinu.

Féhirðir klúbbsins lagði fram reikninga fyrir starfsárið 2018-2019 og voru þeir samþykktir einróma. Einnig lagði hann fram fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár og var hún samþykkt.

Ýmis önnur mál rædd og eru menn bjartsýnir um gott gengi klúbbsins á komandi starfsári.         

GHG