Kiwanis hjálmar

21.04.2019

Seinkun á Kiwanis Hjálmum 2019

Vegna seinkunar á komu hjálmana til landsins og óviráðanlegra orsaka hjá Eimskip, náðist ekki að afgreiða hjálmana frá vöruhóteli Eimskipa fyrir páska, svo nokkur röskun verður á afhendingu þeirra til barna í 1 bekk þetta vorið.
Margir klúbbar hugðust vera með afhendingahátíðir nú strax eftir páska en ljóst er að af slíku getur ekki orðið. Samkvæmt tilkynningu frá Eimskip verður byrjað að senda hjálma út mánudaginn 6 maí og verður því að setja upp nýjar dagsetningar á hjálma afhendingu Kiwanisklúbba víða um landið. Foreldrar geta sett sig í samband við Kiwanisklúbb á sínu svæði og aflað upplýsinga um nýtt plan ef búið var að skipuleggja eða auglýsa hjálmahátíð fyrir 6 maí.

Hjálmanefnd Kiwanisumdæmisins Ísland færeyjar

Kiwanishreyfingin og Eimskip afhenda hjáma í byrjun maí í ár en undanfarin ár hafi Eimskip og Kiwanishreyfingin gefið öllum börnum í fyrsta bekk grunnskólanna hjálm, til nota á reiðhjólum, hlaupahjólum, línuskautum og hjólabrettum. Yfir 20 þúsund börn hafa notið góðs af þessari gjöf Eimskips og Kiwanis og hafa hjálmarnir nú þegar sannað gildi sitt.

Kiwanishreyfingin er ákaflega þakklát góðum stuðningi Eimskips og við fögnum þessum samningi. Kiwanishjálmarnir hafa vakið verðskuldaða athygli á heimsvísu innan hreyfingarinnar. Það fellur líka mjög vel að alheimsmarkmiðum Kiwanis, sem er að hjálpa börnum heimsins.