Almennur fundur fyrirlesari. 21.jan.2019

21.01.2019

Þetta var fundur númer 782 og það var hefðbundin dagskrá. Fyrirlesari kvöldsins var Þráinn Þorvaldsson . Þráinn er fyrrverandi framkvæmdastjóri, forsvarsmaður og einn af stofnendum stuðningshópsins Frískir menn sem er hópur manna sem hefur greinst með BHKK og valið að fara ekki í hefðbundna meðferð. Hópurinn starfar í nánu samstarfi við Krabbameinsfélagið.  Þráin flutti frábært erindi um krabbamein í blöðruhálskirtli og svaraði fjölmörgum spurningum frá fundarmönnum.