Hjálmaævintýri Kiwanis

10.04.2018

Kiwanishreyfingin og Eimskip afhenda hjáma í byrjun maí í ár en undanfarin ár hafi Eimskip og Kiwanishreyfingin gefið öllum börnum í fyrsta bekk grunnskólanna hjálm, til nota á reiðhjólum, hlaupahjólum, línuskautum og hjólabrettum. Yfir 20 þúsund börn hafa notið góðs af þessari gjöf Eimskips og Kiwanis og hafa hjálmarnir nú þegar sannað gildi sitt.

Kiwanishreyfingin er ákaflega þakklát góðum stuðningi Eimskips og við fögnum þessum samningi. Kiwanishjálmarnir hafa vakið verðskuldaða athygli á heimsvísu innan hreyfingarinnar. Það fellur líka mjög vel að alheimsmarkmiðum Kiwanis, sem er að hjálpa börnum heimsins.
 
Hjálmaverkefnið fer þannig fram að klúbbar landsins skipta á milli sín svæðum og sjá um að dreifa hjálmum til 6 ára barna. Klúbbarnir hafa sinn háttinn hver, sumir dreifa til barnanna á skólatíma, aðrir efna til hjálmadags og brydda upp á skemmtidagskrá, ásamt því að bjóða upp á hressingu.
 
GHG  Jörfa