Eyðublað vegna blómasölu    Til útprentunar

Einfalt blað     Til útprentunar
 
 

Nú er Bóndadagurinn afstaðinn og eflaust hefur konan gert eitthvað fyrir þig á þeim degi. Nú er komið að því að við stöndum okkur, konudagurinn er sunnudagurinn  23. febrúar n.k. og hvað er þá betur við hæfi en að gefa konunni blómvönd !  Blómvöndur kr 5.000

Kiwanisklúbburinn Jörfi hefur um árabil selt ferska og fallega blómvendi í fjáröflunarskyni og eru þeir sendir heim á konudaginn milli kl. 10 – 13.

 

Konudagurinn 23.febrúar 2020

 

Í svari Árna Björns­son­ar þjóðhátta­fræðings við spurn­ing­unni „Hvað er konu­dag­ur?“ á vís­inda­vef Há­skóla Íslands, seg­ir hann elstu bók­festu dæmi þess, að fyrsti dag­ur góu­mánaðar sé nefnd­ur konu­dag­ur, vera frá miðri 19. öld þó nafn­gift­in gæti verið mun eldri í tal­máli.

Góa er næst­sein­asti mánuður vetr­armiss­er­ins sam­kvæmt hinu forn­ís­lenska tíma­tali og sést nafnið í elstu hand­rit­um frá því um 1200. Óvíst er hvaða merk­ingu orðið hafi haft í upp­hafi en orðsifja­fræðing­ar hall­ast helst að því að góa eigi eitt­hvað skylt við snjó.

Árni seg­ir að menn í heiðnum sið hafi senni­lega haldið ein­hverja smá­veislu í upp­hafi hinna gömlu vetr­ar­mánaða. Í þjóðsög­um Jóns Árna­son­ar frá 1864 eiga hús­freyj­ur að taka á móti góu. Á Suður­landi hafi marg­ir karl­menn verið á vertíð um þetta leyti svo það kom í hlut hús­freyju að bjóða góu vel­komna.

Konu­dag­ur sem slík­ur fer þó ekki að breiðast út fyrr en um miðja 19. öld og er það ef til vill komið frá Þing­ey­ing­um. Elsta dæmið er frá Ingi­björgu Schules­en, sýslu­manns­frú á Húsa­vík, og nokkr­um ára­tug­um síðar kem­ur það fyr­ir í sög­um eft­ir Guðmund Friðjóns­son á Sandi í Aðal­dal.

Um 1900 er konu­dag­ur­inn orðinn þekkt­ur um allt land og árið 1927 hlýt­ur hann þá op­in­beru viður­kenn­ingu að vera tek­inn upp í Almanak Þjóðvina­fé­lags­ins. Á fjórða ára­tug síðustu ald­ar taka kaup­menn að aug­lýsa mat fyr­ir konu­dag­inn og tveim­ur ára­tug­um síðar byrja blóma­sal­ar að aug­lýsa sér­stök konu­dags­blóm.